Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 902 (28.3.2019) - Skipulagsbreytingar
Málsnúmer201901070
MálsaðiliDalvíkurbyggð - sveitarstjórn
Skráð afGudrunP
Stofnað dags02.04.2019
NiðurstaðaSamþykkt
Athugasemd
Textia) Skipulagsbreytingar; Stofnun Eigna- og framkvæmdardeildar: Byggðaráð samþykkir eftirfarandi tillögu með 2 atkvæðum og að vísa henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Guðmundur St. Jónsson greiðir atkvæði á móti tillögunni: Stofnuð er eigna-og framkvæmdadeild með þremur starfsmönnum, deildarstjóra og tveimur undirmönnum. Á móti eru lögð niður störf umhverfisstjóra, aðstoðarmanns umhverfisstjóra, umsjónarmanns fasteigna og húsvarðar Dalvíkurskóla. Auk þess er lagt niður sumarstarf forstöðumanns vinnuskóla. Lögð er áhersla á að sem minnst rót verði á núverandi starfsmenn og bjóða störf eins og hægt er. Ofangreind tillaga var til umfjöllunar á fundi umhverfisráðs þann 27. mars 2019 og var umsögn umhverfisráðs jákvæð. Umfjöllun byggðaráðs að öðru leiti bókuð í trúnaðarmálabók. b) Starf skólastjóra Dalvíkurskóla og efling skólaskrifstofu: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi bókun og tillögu fræðsluráðs frá fundi 27. mars 2019 og að vísa henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar: Fræðsluráð leggur til að skólastjórastaða Dalvíkurskóla verði auglýst í óbreyttri mynd sem fyrst. Jafnframt leggur fræðsluráð þunga áherslu á að sérfræðingateymi sem er ráðið að skólum Dalvíkurbyggðar starfi þvert á stofnanir þannig að þekking nýtist þar sem þörfin er mest hverju sinni. Skólastjórnendur vinni saman í stjórnendateymi og umsjónarkennarar í vinnuteymum. Sjá reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik-og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Markmið með sérfræðiþjónustu sveitarfélaga er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi. Sérfræðiþjónusta skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á. Fræðsluráð samþykkir að formaður og annar fulltrúi úr fræðsluráði ásamt sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs og kennsluráðgjafa fari í þá vinnu að skilgreina framtíðarskipulag sérfræðiþjónustu fyrir leik-og grunnskóla (nemendur, foreldra og starfsfólk) með það að markmiði að nýtt fyrirkomulag taki gildi í upphafi skólaárs 2019-2020. Í þessari vinnu þarf m.a. að huga að akstri starfsfólks á milli stofnana og fjarfundamenningu. Umfjöllun byggðaráðs að öðru leiti bókuð í trúnaðarmálabók.